16.12.2009 | 08:56
Um Þakkarræðu Obama forseta.
Hann fjallaði um hvernig trúarlegir öfgasinnar hefðu snúið trúarbrögðum á höfuðið og réttlætt hryllilegar aðgerðir í nafni trúar. En eins og hann sagði þá væri gullna reglan kjarni allra trúarbragða. Það að við eigum að gera öðrum það sem við viljum að aðrir geri okkur. Hann sagði að kærleiks lögmálið væri aðalbarátta mansins við sitt innra eðli Og áfram uppörvaði hann látum guðdómsneistann sem fyrirfinnst innst inni í sálum allra manna leiða okkur, vinnum að og sækjumst eftir að skapa heiminn eins og hann ætti að vera. Sækjumst eftir réttlætinu og þrátt fyrir erfiðar niðurlægingar vinnum að virðingu. Það koma til með að verða áfram stríð en sækjumst eftir friði. Það er von fyrir mannkynið Þetta er verkefni okkar jarðarbúa í dag.
Sagði Barack Obama í þakkarræðu sinni. Það er traustvekjandi að svona vel hugsandi maður sé valdamesti maður heimsins í dag.
Skiptar skoðanir um friðarverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 08:35
Ríkir af peningum
Mig langar að segja frá smáfrétt á dögunum í norska sjónvarpinu. Norski olíusjóðurinn hefur náð hæstu hæðum og er nú um 2550 tvö þúsund fimmhundruð og fimmtíu miljarðar norskra krona Eða um 56.000 fimmtíu og sex þúsund miljarðar ísl. króna. Þetta eftir metgróða á þriðja ársfjórðungi 2009 eða 349 miljarða nkr.
En það er eins og þetta þyki varla fréttnæmt hér, það er alltaf miklu meira af neikvæðum fréttum. en nokkuð er það að engin kreppa virðist vera í Noregi og húsnæðisverð bara hækkar og hækkar og spáð að jólaverslunin nái nýju meti nú í ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 10:56
Áfram Ísland
Íslensk þjóð stendur frammi fyrir efnahagslegum vandamálum,sem hún verður að takast á við. En Efnahagsleg vandamál mega ekki buga þjóðina andlega. Neikvæðu fréttirnar og endalaust nöldrið má ekki yfirþyrma allt.
Það verður að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu með jákvæðu hugarfari. Þjóðin þarfnast bjartsýni um uppbyggingu, samstöðu um leiðir til að vinna sig út úr erfiðleikum.
Endalausar neikvæðar óvildarhugsanir um orsakir bankahruns og kreppu mega ekki blinda svo mikið að menn sjái ekki til sólar. Lykilorð eru jákvæðni, bjartsýni og trú á alla þá gríðarlegu möguleika sem eru fyrir hendi í landinu. Nýting á þeim miklu auðlindum sem finnast á Íslandi.
Mikill mannauður í hámenntaðri þjóð, allir dugnaðarforkarnir, fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum, fjöldi heiðarlegra gáfnaljósa sem geta bent á skynsamlegar leiðir til lausna og til viðbótar gríðarleg náttúruleg auðævi í landinu.
Það er lífsnauðsynlegt að allir hugsi jákvætt til framtíðar Íslands og taki þátt í að virkja samstöðumátt þjóðarinnar til endurreisnar atvinnulífs og góðs mannlífs á íslandi.
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 09:55
Þung umferð og snjóþekja
Ég hef oft furðað mig á því hversvegna alltaf er talað um Þunga umferð. (Heavy Trafik). Umferð þyngist, umferðarþungi ogs.frv. Í stað þess að nota orðin Umferð eykst, umferð er mikil umferð er að aukast.
Svo vil ég líka minnast á orðið "snjóþekja". Hvers vegna ekki að nota orðin snjóföl, snjór á vegi. grátt í rót, snjólag. En ekki alltaf snjóþekja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2009 | 13:38
Verið varkár varist slysin
Fyrrr á árum var þetta hógværa slagorð notað til að minna okkur á að fara varlega í umferðinni.
Nú þegar skammdegið hellist yfir er aldrei meiri þörf að fara varlega og sýna varkárni í umferðinni.
Myrkur, bleyta, hálka, snjóföl og hross á vegum geta verið slysavaldaar eins og dæmin sanna.
Verið varkár varist slysin finnst mér vera slagorð ennþá í fullu gildi.
Mér hefur síður geðjast að slagorðum sem virka eins og hótanir. "ertu á fullri ferð inn í eylífðina"
hraðinn drepur ogsfrv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 18:05
Hvað er að gerast á Íslandi
Getur þetta verið satt. Í stað endurgreiðslu á miljarða tapi sem þjóðin hefur orðið fyrir, ætli Kaupþing að gefa eftir tugi miljarða króna til að tryggja áfram eignaraðild og einokunaraðstöðu fyrirtækis á matvörumarkaði. Þetta gengur ekki upp.
Tugmilljarða afskriftir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristján Baldursson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar