9.11.2009 | 10:56
Áfram Ísland
Íslensk þjóð stendur frammi fyrir efnahagslegum vandamálum,sem hún verður að takast á við. En Efnahagsleg vandamál mega ekki buga þjóðina andlega. Neikvæðu fréttirnar og endalaust nöldrið má ekki yfirþyrma allt.
Það verður að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu með jákvæðu hugarfari. Þjóðin þarfnast bjartsýni um uppbyggingu, samstöðu um leiðir til að vinna sig út úr erfiðleikum.
Endalausar neikvæðar óvildarhugsanir um orsakir bankahruns og kreppu mega ekki blinda svo mikið að menn sjái ekki til sólar. Lykilorð eru jákvæðni, bjartsýni og trú á alla þá gríðarlegu möguleika sem eru fyrir hendi í landinu. Nýting á þeim miklu auðlindum sem finnast á Íslandi.
Mikill mannauður í hámenntaðri þjóð, allir dugnaðarforkarnir, fjöldi sérfræðinga á öllum sviðum, fjöldi heiðarlegra gáfnaljósa sem geta bent á skynsamlegar leiðir til lausna og til viðbótar gríðarleg náttúruleg auðævi í landinu.
Það er lífsnauðsynlegt að allir hugsi jákvætt til framtíðar Íslands og taki þátt í að virkja samstöðumátt þjóðarinnar til endurreisnar atvinnulífs og góðs mannlífs á íslandi.
Áfram Ísland
Um bloggið
Kristján Baldursson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já góð grein hjá þér.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.